Hoppa yfir valmynd

Sögufélag Barðastrandarsýslu - beiðni um afnot af grunni.

Málsnúmer 1703042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 17. mars sl. frá verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð með beiðni f.h. verkefnahóps á afnotum af gömlum grunni fyrirhugaðs þvottahúss/efnalaugar við Aðalstræti, Patreksfirði fyrir verkefnið „Stapar ljóðlistarverk“.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við nýtingu hússgrunnsins.
28. mars 2017 – Atvinnu og menningarráð

Tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 21.03 erindi þar sem lögð var fram beiðni um afnot af efnalaugargrunni til afnota fyrir verkefnið "Stapar ljóðlistaverk" Bæjarráð gerði ekki athgasemd við fyrirhugaða nýtingu húsgrunnsins. Gerður Björk Sveinsdóttir fór yfir stöðu verkefnisins með ráðinu og upplýsti um það að stofnaður hefur verið starfshópur um verkefnið og er það komið á nokkurt skrið að nýju.
15. maí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram tölvubréf dags. 12.maí sl. frá verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð með ósk um leyfi til að setja upp 12 skilti með ljóðum Jóns úr Vör á svokallaðan efnalaugargrunn við Aðalstræti ásamt því að í framhaldinu að setja upp lýsingu og trébekki. Verkefnahópurinn samanstendur af Hauki Má Sigurðssyni, tveimur fulltrúm Lions á Patreksfirði, fulltrúa frá Vesturbyggð ásamt fulltrúa ferðaþjónustunnar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir uppsetningu skiltanna.