Hoppa yfir valmynd

Minjasafnið á Hnjóti

Málsnúmer 1703043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. mars 2017 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Inga Hlín Valdimarsdóttir var í síma undir þessum dagskrárlið.
Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2015 tekinn fyrir og undirritaður til staðfestingar af fundarmönnum.
Fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram til staðfestingar, áætlunin staðfest.
Starfsáætlun safnsins fyrir árin 2016 og 2017 lögð fram til kynningar.
Lögð fram staða og áætlun um skráningu á safnkosti, dags. í febrúar 2017.




6. júlí 2017 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hún fór yfir rekstur safnsins og sagði frá helstu verkefnum á vegum þess. Inga Hlín fór yfir helstu atriði ársreikningsins 2016. Ársreikningur 2016 lagður fram til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Egill Ólafsson fulltrúi afkomenda í stjórn safnsins átti þess ekki kost að sækja fundinn en hefur fengið kynningu á ársreikningi. Formanni samráðsnefndar falið að fá undirskrift hans á skýrslu stjórnar jafnframt er formanni samráðsnefndar falið að ganga frá símastyrk við safnstjóra.




18. október 2017 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

a) Inga Hlín Valdimarsdóttir forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti fór yfir starfsemi sumarsins.
Safnið var opið frá 1. maí - 30.sept. og var starfsemin með hefðbundnum hætti. Unnið var áfram með sumardagskrá safnsins og safnadag minjasafnsins á Hnjóti. Einnig stóð safnið fyrir sögugöngum um nágrennið. Kaffitería var rekin á safninu og minjagripasala. Gestir sumarsins voru heldur færri en sumarið 2016 eða 3055 einstaklingar sem greiddu aðgang. Nokkuð fleiri koma á staðinn til að fá kaffi eða nýta aðstöðu án þess að kaupa aðgang á safnið. 2 sumarstarfsmenn voru ráðnir til starfa við safnið, ásamt afleysingastarfsmanni.
b) Staðfest beiðni Ingu Hlínar Valdimarsdóttur forstöðumanns MEÓ um fæðingarorlof frá 10/11 2017 - 10/5 2017 og að því loknu mun hún taka áunnið orlof. Samráðsnefnd samþykkir að ráða Óskar Leif Arnarsson, fornleifafræðing sem forstöðumann safnsins í leyfi Ingu Hlínar.