Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar.

Málsnúmer 1703051

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. apríl 2017 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 4.650 þús.kr. um endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins, samningur við Landsmótun slf, og samningur við Smára Haraldsson um verkefnið „Fiskeldi og rannsóknir“. Viðaukinn fjármagnist af handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
16. maí 2017 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 6,5 millj.kr. nettó vegna innviðauppbyggingar á Bíldudal, sölu fasteignarinnar Stekkar 21, framkvæmda við Aðalstræti 75 og breytingar á útistandandi skammtímakröfum. Viðaukinn hækkar handbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
12. júní 2017 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 10 millj.kr. vegna kaupa á fasteigninni Aðalstræti 105 „Hliðskjálf“, Patreksfirði. Viðaukinn lækkar handbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.
26. júní 2017 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1,4 millj.kr. vegna breytinga á fyrirkomulagi kennslu- og skrifstofurýmis í Bíldudalsskóla. Viðaukinn lækkar handbært fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar
18. desember 2017 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2017 með breytingu útgjalda og tekna um 20,0 millj.kr. nettó til lækkunar; aukning tekna hafnarsjóðs og vatnsveitu um 12,4 millj.kr., hækkun á launakostnaði skóla um 10 millj.kr., lækkun kostnaðar gatnakerfis um 14 millj.kr., hækkun framlags til hreinlætisaðstöðu að Brunnum um 4 millj.kr., hækkun framlags til félagsheimilisins Baldurshaga um 4 millj.kr. vegna endurbóta á eldhúsi, lækkun fjármagnskostnaðar Eignasjóðs um 4 millj.kr., lækkun rekstrarkostnaðar Patrekshafnar um 5 millj.kr. og lækkun kostnaðar Bíldudalsveitna um 2,6 mill.kr. Viðaukinn lækkar lántökur á árinu.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2017 með 10 millj.kr. framlagi til Fasteigna Vesturbyggðar ehf vegna tapreksturs félagsins. Viðaukinn lækkar viðskiptaskuld félagsins við bæjarsjóð.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar erindinu til bæjarstjórnar.