Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 33

Málsnúmer 1704001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. apríl 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 3. töluliðum.
Til máls tók: Forseti.
2.tölul. Sigurbjörn Halldórsson - umsókn um lóð. Lagt fram erindi frá Sigurbirni Halldórssyni þar sem sótt er um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar íbúðarhúsnæðis.
Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðina til umsækjenda.

3.tölul. Græn skref - umhverfisvottun Vestfjarða. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stofnanir sveitarfélagsins, sem ekki eru þátttakendur í álíka verkefnum (vistvænn rekstur sveitarfélagsins og minnkun umhverfisáhrifa sveitarfélagsins), að taka þátt í Grænum skrefum í tengslum við verkefnið umhverfisvottaðir Vestfirðir, en grunn- og leikskólar Vesturbyggðar hafa verið þátttakendur í grænfána verkefni Landverndar undanfarin ár sem og hafnir Vesturbyggðar þátttakendur í bláfána verkefni Landverndar.

Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs að tilnefndur verði ábyrgðaraðili innan sveitarfélagsins til að fylgja verkefninu eftir.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.