Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 799

Málsnúmer 1704004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 19. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, GBS, ÁS og forseti.
3.tölul. Innviðauppbygging í Vesturbyggð. Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í innviðagreiningu og staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu sem og greiningu á þjónustuþörf o.fl. miðað við mögulega fjölgun íbúa og ennfremur að horft verði samhliða til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Leitað verði til ATVEST og atvinnuvega-ráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins um samstarf um verkefnið. Kostnaði við verkefnið er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

8.tölul. Svæðisskipulag Vestfjarða. Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í svæðisskipulagi Vestfjarða og skipar þá Ásgeir Sveinsson og Magnús Jónsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisskipulagsnefndina.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.