Hoppa yfir valmynd

Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal

Málsnúmer 1704006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. júlí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jóni G. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útskipunarhúsi á SV-hlið Strandgötu 1, Bíldudal sem og gönguhurð á sömu hlið. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af hugsjón, dags. 14.07.2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um grenndarkynningu, einnig er fyrirvari um grenndarkynningu vegna breyttrar aðkomu að hafnarsvæði. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að láta fara fram fyrrgreinda grenndarkynningu. Um afturkræfa aðgerð skal vera að ræða ef að starfsemi/nýting hússins breytist.

Erindinu vísað áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.
22. ágúst 2017 – Hafnarstjórn

Lögð fram teikning vegna viðbyggingar við húsnæði Arnarlax á Strandgötu 1, Bíldudal. Með fyrirhugaðri framkvæmd er lokað fyrir umferð niður samkomuhúsbrekkuna fyrir neðan húsnæði Orkubús Vestfjarða, með hleðslurampi sem staðsettur verður þvert á götuna. Framkvæmdin gerir einnig ráð fyrir lækkun á götu neðan við rampinn. Hafnarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdin verði afturkræf, á kostnað framkvæmdaraðila, ef fyrirtækið flytur athafnasvæði sitt annað í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið geri bílastæði ofanvert við skrifstofuhúsnæði sitt í stað þeirra sem tekin verða burt við framkvæmdina. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að gera grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar og óskar hafnarstjórn eftir því að grenndarkynning vegna 1. liðar (um breytingu á aðkomu á hafnarsvæðið)verði gerð samhliða, í einni sameinaðri grenndarkynningu.
16. október 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 á Bíldudal sem gerir ráð fyrir iðbyggingu við Strandgötu 1 sem verður útskipunarhús fyrir afurðir Arnarlax. Gert er ráð fyrir þremur hleðslubrúm fyrir flutningsbifreiðar. Botnplata og sökklar verða steinsteyptir en húsið sjálft er stálgrindarhús. Veggir og þak verða klædd með yleiningum. Samhliða þessu verður gafl á vinnsluhúsi klæddur sömu klæðningu og gaflkassi hækkaður. Gönguhurð verður bætt við á suðvesturgafla aðalbyggingar. Samhliða byggingu og lokun götu vegna byggingar þá er aðkomu að höfn breytt eins og afstöðumynd sýnir. Tenging við hafnarsvæðið færist suður fyrir Hafnarbraut 2.

Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar skv. 44. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. september til 4. október ásamt því að þær voru kynntar á opnum fundi 19. september sl.

Tvær athugasemdir bárust:
1. Valgerður Jónasdóttir, dagsett 30. september 2017.
Gerð var athugasemd við að fyrirhugaðar breytingar á hafnarsvæðinu á Bíldudal geta ekki talist minniháttar og ættu að falla undir ákvæði um deiliskipulag. Verið er að loka götunni niður með samkomuhúsinu og um leið eykst umferð um Hafnarbrautina. Rétt væri að skoða hvaða áhrif þessi aukning í umferð hefur og þá sér í lagi þungaumferð hefur á umferðaröryggi um götuna. Rétt er að benda á að Sæbakkabrekkan getur verið erfið yfir vetrarmánuðina og þar eru börn á ferð alla daga á leið sinni í íþróttahúsið, svo ekki sé talað um ferðir barna og fullorðinna niður í fjörunni við skábrautina við Hafnarbrautina.
Rétt væri að samhliða þessum tillögum um breytingar að kynna fyrir íbúum hvað Vesturbyggð hyggst gera til að halda niðri umferðarhraða um Hafnarbrautina og Sæbakkann í framhaldi af hugsanlegum breytingum og kynna áætlun um bætt umferðaröryggi á þessum götum

Svar:
Skipulagsfulltrúa verður falið að kanna hjá Skuplagsstofnun hvort þörf sé á deiliskipulagi vegna lokunar Hafnarteigs.

2. Ásdís Snót Guðmundsdóttir, dagsett 25. september 2017
Athugasemdin felur í að mikilvægt er að gera ráð fyrir umferðaröryggi barna sem eiga leið um Hafnarbrautina á leið frá leik- og grunnskóla í íþróttahúsið Byltu þar sem umferð stórra bíla sem og annarra bíl muni stóraukast á Hafnarbrautinni með auknum umsvifum á hafnarsvæðinu. Það eigi að vera í forgangi að búa til gangstéttir og gangbrautir með viðeigandi merkingum svo börnin geti gengið örugg til og frá skólum að íþróttahúsi á Hafnarbrautinni.

Svar:
Skipulags og umhverfisráð tekur undir áhyggjur vegna umferðaröryggis. Í beinu framhaldi að fyrirhuguðum breytingum leggur ráðið áherslu á að farið verið í lagningu gangstétta og gangbrauta.

Afgreisla á umsókn um leyfi til viðbygginagar er frestað.
10. nóvember 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi tekið fyrir öðru sinni eftir grenndarkynningu. Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var þann 16.10.17 var skipulagsfulltrúa falið að fá álit hjá Skipulagsstofnun um hvort að grenndarkynning væri næg kynning á verkefninu eða hvort að þörf væri á deiliskipulagi.

Álit skipulagsstofnunar barst þann 24.október s.l.

Í ljósi álits skipulagsstofnunar leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að breytingin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út fyrir útskipunarrampi.

Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Bíldudal og hafnarsvæðið útvíkkað meðfram hafnarbraut á Bíldudal.
13. nóvember 2017 – Hafnarstjórn

Erindi tekið fyrir eftir grenndarkynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 40.fundi sínum þann 16.10.2017:

Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar skv. 44. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. september til 4. október ásamt því að þær voru kynntar á opnum fundi 19. september sl.

Tvær athugasemdir bárust:
1. Valgerður Jónasdóttir, dagsett 30. september 2017.
Gerð var athugasemd við að fyrirhugaðar breytingar á hafnarsvæðinu á Bíldudal geta ekki talist minniháttar og ættu að falla undir ákvæði um deiliskipulag. Verið er að loka götunni niður með samkomuhúsinu og um leið eykst umferð um Hafnarbrautina. Rétt væri að skoða hvaða áhrif þessi aukning í umferð hefur og þá sér í lagi þungaumferð hefur á umferðaröryggi um götuna. Rétt er að benda á að Sæbakkabrekkan getur verið erfið yfir vetrarmánuðina og þar eru börn á ferð alla daga á leið sinni í íþróttahúsið, svo ekki sé talað um ferðir barna og fullorðinna niður í fjörunni við skábrautina við Hafnarbrautina.
Rétt væri að samhliða þessum tillögum um breytingar að kynna fyrir íbúum hvað Vesturbyggð hyggst gera til að halda niðri umferðarhraða um Hafnarbrautina og Sæbakkann í framhaldi af hugsanlegum breytingum og kynna áætlun um bætt umferðaröryggi á þessum götum

Svar:
Skipulagsfulltrúa verður falið að kanna hjá Skiplagsstofnun hvort þörf sé á deiliskipulagi vegna lokunar Hafnarteigs.

2. Ásdís Snót Guðmundsdóttir, dagsett 25. september 2017
Athugasemdin felur í að mikilvægt er að gera ráð fyrir umferðaröryggi barna sem eiga leið um Hafnarbrautina á leið frá leik- og grunnskóla í íþróttahúsið Byltu þar sem umferð stórra bíla sem og annarra bíl muni stóraukast á Hafnarbrautinni með auknum umsvifum á hafnarsvæðinu. Það eigi að vera í forgangi að búa til gangstéttir og gangbrautir með viðeigandi merkingum svo börnin geti gengið örugg til og frá skólum að íþróttahúsi á Hafnarbrautinni.

Svar:
Skipulags og umhverfisráð tekur undir áhyggjur vegna umferðaröryggis. Í beinu framhaldi að fyrirhuguðum breytingum leggur ráðið áherslu á að farið verið í lagningu gangstétta og gangbrauta.

Afgreisla á umsókn um leyfi til viðbyggingar er frestað.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið aftur fyrir á 41.fundi sínum sem haldinn var þann 10.11.2017 og bókaði eftirfarandi:

Erindi tekið fyrir öðru sinni eftir grenndarkynningu. Á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var þann 16.10.17 var skipulagsfulltrúa falið að fá álit hjá Skipulagsstofnun um hvort að grenndarkynning væri næg kynning á verkefninu eða hvort að þörf væri á deiliskipulagi.

Álit skipulagsstofnunar barst þann 24.október s.l.

Í ljósi álits skipulagsstofnunar leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að breytingin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út fyrir útskipunarrampi.

Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Bíldudal og hafnarsvæðið útvíkkað meðfram hafnarbraut á Bíldudal.

Hafnarstjórn samþykkir erindið eftir grenndarkynningu og umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs.