Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 800

Málsnúmer 1704011F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. maí 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 18. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, GBS og bæjarstjóri.
3.tölul. Breiðafjarðarferjan Baldur, áætlun. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur gert hlé á ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar þar sem skipið var lánað til Vestmannaeyja til afleysinga á meðan Herjólfur er í slipp.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að taka Breiðafjarðarferjuna Baldur úr áætlun yfir Breiðafjörð með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og atvinnulíf. Bent er á að ferðir Baldurs eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu á svæðinu svo og aðrar útflutningsgreinar. Baldur fer væntanlega í slipp í haust og fækkar það enn ferðum ferjunnar á þessu ári. Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að samgönguyfirvöld útvegi ferju til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af líkt og fordæmi eru fyrir annars staðar í landinu.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.