Hoppa yfir valmynd

Skólamál á Bíldudal

Málsnúmer 1704021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Rætt um hugsanlega sameiningu leik- og grunnskóla á Bíldudal. Haldinn verður fundur með íbúum á Bíldudal 25.apríl n.k.




16. maí 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Hugmynd að sameiningu grunn- og leikskóla á Bíldudal kom fyrst fram í vinnu við gerð Skólastefnu Vesturbyggðar. Haldinn var íbúafundur á Bíldudal 25. apríl síðastliðinn þar sem kostir og gallar mögulegrar sameiningar voru ræddir. Í kjölfarið skiluðu skólaráð Bíldudals, foreldrafélög Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku inn áliti. Álitin voru öll jákvæð í garð sameiningar. Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar leggur til við Bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur sameiningar Grunn- og leikskóla á Bíldudal og stefnt skuli að því að sameiningu verði lokið fyrir 1. ágúst nk.
Samþykkt samhljóða.




10. október 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri fór yfir stöðu skólamála á Bíldudal. Sameining Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku gengur vel það sem af er hausti. Ásdís gerir athugasemd við að ekki hafi verið farið í áætlaðar framkvæmdir við Tjarnarbrekku sem gert hafði verið ráð fyrir að fara í skv. fjárhagsáætlun. Ásdís bendir jafnframt á að brýnt er að bæta úr umferðaröryggi barna á Bíldudal til og frá skóla, eins er bent á að börnin þurfa að fara yfir hættulegan veg til að komast í mötuneyti skólans. Ráðið tekur undir áhyggjur Ásdísar og leggur til við bæjarstjórn að bætt verði úr án tafar.