Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og samgöngunefnd - tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.

Málsnúmer 1704028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
Bæjarráð Vesturbyggðar ályktaði á 792. fundi sínum 24. janúar 2017 og tók undir með þeim sveitarfélögum sem höfðu ályktað um lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðrar neyðarbrautar. Það hefur sýnt sig að það er algjörlega óásættanlegt að brautin sé lokuð meðan ekki er boðið upp á aðrar lausnir til að sinna sjúkraflugi við þau tilteknu skilyrði sem brautinni er ætlað að sinna. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa að hafa óskert aðgengi að sjúkrahúsi allra landsmanna í Reykjavík. Því tekur bæjarráð Vesturbyggðar undir með flutningsmönnum þingsályktunarinnar, mál 156, um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli.