Hoppa yfir valmynd

Ildi - tilraunaverkefni um þátttöku íbúa í Vesturbyggð.

Málsnúmer 1704039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. apríl 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 10. apríl sl. ásamt fylgiskjali frá Ildi ehf um tilraunaverkefni um þátttöku íbúa í Vesturbyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við verkefnastjóra Ildis ehf um verkefnið.




18. september 2017 – Atvinnu og menningarráð

Farið var yfir minnisblað sem lagt var fyrir nefndina þar sem atriði sem komið hafa fram á íbúafundum voru tiltekin. Atvinnu- og menningarráð ítrekar að farið verið að vinna atvinnumálastefnu fyrir Vesturbyggð. Mikilvægt að atriði sem komið hafi fram á íbúafundum verði höfð til hliðsjónar.
Unnið verði að því að tengja ljósleiðara í sveitarfélaginu.




10. október 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Farið var yfir minnisblað sem lagt var fyrir nefndina þar sem atriði sem komið hafa fram á íbúafundum voru tiltekin. Fræðslu- og æskulýðsráð vill leggja áheyrslu á að leiksvæði verði kláruð og skoðað verði hvort félagsmiðstöðin á Patreksfirði gæti verið opin t.d einu sinni í viku fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Mikilvægt að atriði sem komið hafi fram á íbúafundum verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.