Hoppa yfir valmynd

Salernisaðstaða Brunnum, Látravík.

Málsnúmer 1704049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. september 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð. Framkvæmdin felur í sér lagningu rafstrengs á um 800m kafla frá raflínu á fjalli að salernishúsum við Brunna, Látravík.
Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í Október 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu. Beðið er umsagnar Minjastofnunar vegna minja sem á svæðinu eru.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.