Hoppa yfir valmynd

Landgræðsla ríkisins - endurheimt votlendis í Selárdal.

Málsnúmer 1705007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 26. apríl sl. frá Landgræðslu ríkisins varðandi endurheimt votlendis í Selárdal í landi jarðanna Uppsalir og Selárdalur í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum um framkvæmd endurheimtunar votlendis.
Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að á 689. fundi bæjarráðs þann 5. nóvember 2013 var bókað:
„Bæjarráð Vesturbyggðar mælir ekki með þessum framkvæmdum enda eru tún nú þegar nýtt til slægju af nágrannabændum, þrátt fyrir að verkefnið um endurheimt votlendis sé jákvætt að flestu leyti. Vesturbyggð lagði mikla áherslu á að landbúnaðarhagsmunir væru tryggir þegar núverandi deiliskipulag var unnið og getur því ekki sætt sig við að þessir hagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni þeirra örfáu bænda sem eftir eru í Arnarfirði og reyna að draga björg í bú á þessum afskekkta stað. Fyrirhugaðar aðgerðir munu draga úr getu íbúa til að stunda búskapog hagsmunir þeirra ganga augljóslega fyrir öllu þegar óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins. Erindi vísað til landbúnaðarnefndar.“
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.




15. maí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram tölvubréf dags. 26. apríl sl. frá Landgræðslu ríkisins varðandi endurheimt votlendis í Selárdal í landi jarðanna Uppsalir og Selárdalur í tengslum við sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum um framkvæmd endurheimtunar votlendis.

Skipulags-, byggingar- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að farið verði í endurheimt votlendis á svæðinu svo framarlega sem túnin séu ekki nýtt og ekki séu áform um nýtingu þeirra.