Hoppa yfir valmynd

Sigurpáll Hermannsson - húsagrunnur við Aðalstræti, Patreksfirði.

Málsnúmer 1705037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júní 2017 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 26. maí sl. frá Veðurstofunni ásamt fylgiskjölum með umsögn um umsókn Sigurpáls Hermannssonar og Ólafs Byrons um uppkaup á sn. „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði og um leyfi til að byggja íbúðarhús á grunninum. Í umsögn Veðurstofunnar kemur fram með vísan í 15.gr. og 20.gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða að ekki sé unnt að veita byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á umræddum grunni m.t.t. að fyrirhugað byggingarsvæði er á C-hættusvæði. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir við ofanflóðavarnir hefjast við Stekkagil, Urðir-Mýrar og Sigtún á Patreksfirði.
Bæjarráð hafnar umsókn um uppkaup á „Efnalaugagrunni“ við Aðalstræti, Patreksfirði í ljósi hættumats vegna ofanflóða og um nýtingu hættusvæða.