Hoppa yfir valmynd

Hafnarsvæði Bíldudal. Breyting á aðkomu/umferð.

Málsnúmer 1705044

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. maí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að breyttri aðkomu að Bíldudalshöfn. Verið er að skoða möguleikann á því að loka fyrir umferð niður Hafnarbraut við húsnæði OV, þá yrði gerð ný aðkoma að höfninni við núverandi bílastæði fyrir smábátahöfnina.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndirnar, en huga þarf vel að bílastæðamálum á svæðinu.




16. maí 2017 – Hafnarstjórn

Lagðar fram til kynningar tvær hugmyndir að breyttri aðkomu að Bíldudalshöfn. Verið er að skoða möguleikann á því að loka fyrir umferð niður Hafnarbraut við húsnæði OV, þá yrði gerð ný aðkoma að höfninni við núverandi bílastæði fyrir smábátahöfnina.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndirnar og leggur áherslu á að reynt verði að fara með aðkomuna inn á höfnina sem næst húsinu að Hafnarbraut 2 og ennfremur að hugað verði að bílastæðamálum á svæðinu.




22. ágúst 2017 – Hafnarstjórn

Kynnt endanleg útfærsla á nýrri aðkomu að Bíldudalshöfn, forstöðumanni tæknideildar falið að gera grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar og leggja fram kostnaðaráætlun vegna verkefnisins fyrir næsta fund hafnarstjórnar í september. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að gera nýjan lóðaleigusamning við Arnarlax vegna minnkunar á lóð þeirra við gamla kaupfélagið, þar sem ný aðkoma mun liggja yfir lóðina að hluta vestanvert við húsið.