Hoppa yfir valmynd

Flókalundur - Deiliskipulag

Málsnúmer 1705048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. maí 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Magnúsar H. Ólafssonar, dagsett 21. apríl 2017 þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélags Vesturbyggðar að fari verði í gerð deiliskipulags fyrir Flókalund í Vatnsfirði. Með erindinu fylgir áætlun þar sem raktar eru helstu forsendur og ástæður fyrir gerð deiliskipulags.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Flókalund.
21. mars 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram skipulagsáætlun fyrir Flókalund í Vatnsfirði, dagsett mars 2018, f.h. landeigenda, þar sem farið er yfir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu en hugmyndir eru um að stækka núverandi hótel. Deiliskipulagssvæðið nær yfir 10.500 m2.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsingu deiliskipulags skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
26. apríl 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Flókalund ásamt umhverfisskýrslu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og umhverfisskýrslu og mælist til þess að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillagan og umhverfisskýrsla verði einnig send til umsagnaraðila.

Bent er á að framkvæmdin er einnig háð lögum um mat á umhverfisáhrifum og er tilkynningarskyld skv. flokki B. Vinna skal því tilkynningarskýrslu áður en farið verði í framkvæmdir.
19. júlí 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu deiliskipulag Flókalundar. Deiliskipulagið var auglýst frá 22. maí til 2. Júlí 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Fyrir liggja einnig umsagnir frá Minjastofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Vegagerðinni, Ríkiseignum, Orkustofnun, Breiðafjarðarnefnd, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og N1.

Lögð voru fram á fundi samantekt skipulagsfulltrúa yfir umsagnir og viðbrögð við þeim ásamt lagfærðum deiliskipulagögnum frá skipulagsráðgjafa þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og gögn lagfærð m.t.t. þeirra.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki breytta deiliskipulagstillögu þar sem komið hefur verið til móts við inn komnar umsagnir. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
17. september 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Með vísan í tölvupóst Skipulagsstofnunar dags. 10. september 2018 er óskað umsagnar Vesturbyggðar vegna erindis Pennu ehf. um stækkun Hótels Flókaundar í Vatnsfirði í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Tilgangur framkvæmdarinnar er stækkun á hótelinu þannig að möguleiki verði á allt að 50 herbergja hóteli, byggt í áföngum með tilheyrandi stækkun þjónusturýma þ.m.t. starfsmannabyggingum og gestastofu. Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11 gr. í reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda um umfangslitla framkvæmd að ræða þar sem um er að ræða mjög þröngt afmarkað svæði umhverfis byggingareiti, vísað er einnig til fulltingis í fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matskyldu um sambærileg mál.