Hoppa yfir valmynd

Úthlutunarreglur styrkja vegna akstur barna í Vesturbyggð.

Málsnúmer 1705076

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júní 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Fræðslustjóra er falið að útbúa reglur og ganga til samninga við hlutaðeigandi aðila í samræmi við umræður á fundinum.




10. október 2017 – Bæjarráð

Rætt um akstur leik- og grunnskólabarna frá Barðaströnd til Patreksfjarðar og frá Ketildölum til Bíldudals.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.




10. október 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Verið er að aka tveimur leikskólabörnum af Barðaströnd í leikskóla á Patreksfirði í dag. Gerðir hafa verið tímabundnir samningar um greiðslu akstursstyrkja. Reglur um úthlutun styrkja vegna aksturs barna í Vesturbyggð eru í mótun.




14. nóvember 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Reglur um skólaakstur í Vesturbyggð lagðar fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða.




9. janúar 2018 – Bæjarráð

Lagt fram drög að reglum um akstur leikskólabarna úr dreifbýli í þéttbýli. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur fræðslustjóra að fullmóta reglurnar til samræmis við umræður á fundinum