Hoppa yfir valmynd

Athugasemdir við ástand Brjánslækjarhafnar

Málsnúmer 1706003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. júní 2017 – Hafnarstjórn

Tekið fyrir erindi frá Halldóri Árnasyni með athugasemdum við ástand Brjánslækjarhafnar vegna smábátaaðstöðu. Hafnarstjórn þakkar góðar ábendingar og bendir á að nú þegar hefur ákveðnum hluta ábendinganna verið komið í farveg. Áfram er unnið að því að bæta aðstöðu eftir því sem komið er við.
Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur skilað tillögum til Vesturbyggðar um legu á nýjum varnargarði við Brjánslækjarhöfn og þær aðgerðir sem gerðar eru við höfnina eru nýttar í þágu þess verkefnis. Til að mynda var efni úr dýpkun hafnarinnar síðast liðið haust, sett inn fyrir höfnina á þann stað sem nýr garður mun rísa. Unnið er áfram að því að þrýsta á Vegagerðina til að koma verkefninu inn á áætlun.