Hoppa yfir valmynd

Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði

Málsnúmer 1706017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. júní 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sölva R. Sólbergssyni f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um leyfi til byggingar á 2,5 MW virkjun í Vatnsfirði. Jafnframt er óskað eftir samráði við skipulagsyfirvöld Vesturbyggðar um nánari útfærslu á virkjunarkostinum og tengdum atriðum. Erindinu fylgir greinagerð um virkjunarkostinn sem og uppdráttur unninn af Verkís af vatnasviði virkjunarinnar.

OV fékk rannsóknarleyfi frá Orkustofnun um virkjun á 3 MW úr Helluvatni þann 12.maí s.l.

Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og verður tekin afstaða til virkjunarkosta í þeirri vinnu. Framkvæmdin er tilkynningarskyld og fellur í B-flokk um mat á umhverfisáhrifum.