Hoppa yfir valmynd

Vegagerðin - tillögur fyrir Vestfjarðarveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.

Málsnúmer 1707009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 5. júlí sl. frá Vegagerðinni um drög að kynningu tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Athugasemdafrestur er til 31. júlí 2017.
Bæjarráð leggur áherslu á að fyrsti áfangi framkvæmdar verði við Bíldudalsveg upp að Helluskarði sem nýtist atvinnu- og mannlífi á suðursvæði Vestfjarða, en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudals.




10. ágúst 2017 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við bæjarráð Kristján Kristjánsson og Helga Aðalgeirsdóttir fulltrúar frá Vegagerðinni vegna kynningar á tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Gerður B. Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar, Barði Sæmundsson, Guðmundur V. Magnússon og Eydís Þórsdóttir í skipulags- og umhverfisráði sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir við samgönguráðherra að hafin verði skoðun á fyrirkomulagi framtíðarsamgangna á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins, þannig að unnt sé að tryggja að svæðið sé eitt atvinnusvæði allan ársins hring og uppfylli kröfur íbúa um nútíma samgöngur á láglendi.




21. ágúst 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf dags. 5. júlí sl. frá Vegagerðinni um drög að kynningu tillögu að matsáætlun um Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Vegagerðina að matsáætluninni verði skipt upp í þrjá hluta:

1. Bíldudalsvegur(63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi (60) á Dynjandisheiði.
2. Vestfjarðavegur (60) frá Mjólká að mörkum friðlands Vatnsfjarðar.
3. Friðland Vatnsfjarðar.

Einnig leggur skipulags- og umhverfisráð áherslu á að reynt verði að ná samkomulagi við landeigendur um legu nýs vegar. Vakin er athygli á að verið er að vinna deiliskipulag fyrir Flókalund.