Hoppa yfir valmynd

Vegagerðin 4 ára samgönguáætlun 2018-2021

Málsnúmer 1708010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. ágúst 2017 – Hafnarstjórn

Lagðar fram tillögur hafnarstjórnar um verkefni á 4 ára samgönguáætlun 2018-2021.

2018. Endurnýjun á eldra verkefni samgönguáætlunar frá 2017, lenging stórskipakants, stálþil og þekja í Bíldudalshöfn.
2019. Nýtt verkefni í Brjánslækjarhöfn, færsla á smábátahöfn, varnargarður og ný flotbryggja.
2019. Öldustraumsrannsóknir í Patrekshöfn vegna eldri framkvæmdar við lengingu á stórskipakanti.
2020. Nýtt verkefni, flotbryggja í Patrekshöfn og Bíldudalshöfn.

Ennfremur samþykkir hafnarstjórn að óska eftir sjóvörnum, vegna verndunar á menningarminjum við Grundarbakka í Kollsvík, sbr. minnisblað Vegagerðarinnar frá mars 2017.