Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag - Hvesta Arnarfirði

Málsnúmer 1708013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. ágúst 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Oddi Hermannssyni f.h. Tómasar Guðbjartssonar og Jóns Bjarnasonar, Fremri-Hvestu í Arnarfirði. Í erindinu er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á u.þ.b. 4,0ha landspildu í landi Fremri-Hvestu, jörð með landnúmer L:140442. Landspilan er rétt innan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.




10. janúar 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að bæjarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.




18. júní 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði.
Uppdráttur og greinargerð dagsett 24. maí 2018, unnið af Landform ehf.
Deiliskipulagið nær til um 4ha spildu úr landi Fremri-Hvestu í Vesturbyggð. Landnúmer er 140442 og er svæðið rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Eigandi lands stefnir að því að reisa frístundahús á lóðinni. Engin mannvirki eru fyrir á landinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. september 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi, Landspilda úr landi Fremri-Hvestu í Arnarfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 6. ágúst 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands og hefur verið brugðist við þeim.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulag dagsett, 24. maí og breytt 28. ágúst 2018 með þeim breytingum sem fram koma á þeim uppdrætti. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.