Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2018.

Málsnúmer 1708020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. ágúst 2017 – Bæjarráð

Lagt fram drög að vinnuáætlun að gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir vinnuáætlunina.
19. september 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar vinnuferill við gerð fjárhagsáætlunar 2018, sem og skilaboð frá samráði við íbúa til umfjöllunar í nefndum. Ákveðið að halda aukafund vegna áherslna skipulags- og umhverfisráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2018 þann 27.september.
27. september 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Til umræðu er fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfisráðs fyrir 2018.

Áherslumál ráðsins eru eftirfarandi:

Farið verði í frágang og snyrtingar á opnum svæðum og við götur innan þéttbýlis.
Hugað verði að útivistarsvæðum fyrir almenning.
Klárað verði að útbúa geymslusvæði fyrir gáma.
Hugað verði að skipulagningu íbúðabyggðar.
Haldið verði áfram með nýlagningu gangstétta.
Haldið verði áfram með umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og bætt verði öryggi gangandi vegfarenda.
10. október 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur forstöðumanna að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forstöðumennina á fundi með ráðinu 17. til 19. október nk.
10. október 2017 – Fræðslu og æskulýðsráð

Vinnuferill við gerð fjárhagsáætlunar lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og æskulýðsráð óskar eftir því að fá sérgreindar beiðnir er varða fræðslu og æskulýðsmál lagðar fram til kynningar á næsta fundi ráðsins.
17. október 2017 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri, Davíð R. Gunnarsson slökkviliðsstjóri, Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri, Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla og Einar Bragi Bragason skólastjóri Tónlistarskólans um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2018.
18. október 2017 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við bæjarráð Elfar St. Karlsson forstm. tæknideildar, Michael Wulken forstm. þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði, Hlynur Aðalsteinsson forstm. þjónustumiðstöðvarinnar á Bíldudal og Hallveit G Ingimarsdóttir leikskólastjóri Arakletts um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2018.
19. október 2017 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Geir Gestsson forstm. íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri og Alda Davíðsdóttir forstm. bókasafna, Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Bíldudalsskóla og Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2018. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
30. október 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur forstöðumanna að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 með breytingum eftir fundi með forstöðumönnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara tillögurnar.
14. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2018.
Samþykkt að boða til vinnufundar bæjarfulltrúa um tillögurnar mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 17:00.
20. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2018.
Bæjarráð boðar til seinni vinnufundar bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun 2018 fimmtudaginn 23. nóvember nk.
23. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2018.
Bæjarráð vísar samþykktum sérgreindum verkefnum í rekstri og fjárfestingum, gjaldskrám og álagningu skatta til gerðar frumvarps að fjárhagsáætlun 2018.
27. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021.
Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember nk.
29. nóvember 2017 – Bæjarstjórn

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2018, 4ra ára áætlun 2018-2021, álagningu skatta og álagningarstuðla, þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2018 til ellilífeyrisþega og öryrkja, styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og greiðslur fyrir nefndarstörf 2018.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2018:
Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,470%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í þéttbýli 19.600 kr. á grátunnu
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í dreifbýli 19.600 kr. á grátunnu
Sorphirðugjald ? íbúðarhúsnæði í þéttbýli 7.250 kr. á blátunnu
Sorphirðugjald ? landbúnaðarplast 15.600 kr.
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 30.950 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 22.500 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 5. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til seinni umræðu sem verður fimmtudaginn 7. desember nk. kl. 18:00 í Baldurshaga, Bíldudal.
30. nóvember 2017 – Fasteignir Vesturbyggðar

Rætt um fjárhagsáætlun 2018. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 yrði sérgreint viðhald 5,6 milljónir og meira ef tekst að selja eignir félagsins. Sérstök áhersla er á Sigtún 29-35.
13. mars 2018 – Hafnarstjórn

Áður samþykkt gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar í tölvupósti samþykkt formlega.
5. desember 2017 – Bæjarráð

Lagðar fram breytingartillögur að frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 ásamt 4ra ára áætlun 2018-2021. Brúttóhækkun útgjaldaliða er 5.741 þús.kr. og brúttólækkun útgjaldaliða er 5.000 þús.kr. Nettó hækkun útgjalda er 741 þús. Rekstrarniðurstaða frumvarps að fjárhagsáætlun er jákvæð um 4.339 þús.kr.
Bæjarráð vísar breytingartillögum frumvarps að fjárhagsáætlun 2018 og 4ra ára áætlun 2018-2021 til seinni umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 7. desember nk.
7. desember 2017 – Bæjarstjórn

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2018, 4ra ára áætlun 2018-2021, álagningu skatta og álagningarstuðla, þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2018 til ellilífeyrisþega og öryrkja, styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og greiðslur fyrir nefndarstörf 2018.
Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildarútgjöld hækki nettó um 0,7 millj.kr.

Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 69,7 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 65,4 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 4,3 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 126,5 millj.kr. Fjárfestingar eru 184 millj.kr., afborganir langtímalána 143 millj.kr. og lántökur 189 millj.kr.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti og ÁS.

Fjárhagsáætlun 2018, framlagðar breytingartillögur frá fyrri umræðu, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2018-2021, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyris-þega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþrótta-starfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, þjónustugjaldskrár og greiðslur fyrir nefndarstörf 2018 samþykkt samhljóða.