Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 39

Málsnúmer 1709008F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 3. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ, HT, bæjarstjóri og NÁJ.
1.tölul. Salernisaðstaða að Brunnum, Látravík.
Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð. Framkvæmdin felur í sér lagningu rafstrengs á um 800 m kafla frá raflínu á fjalli að salernishúsum við Brunna, Látravík. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu lagnarinnar. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í október 2017 og taki u.þ.b. mánuð í vinnslu. Beðið er umsagnar Minjastofnunar vegna minja sem eru á svæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið til samræmis við ákvæði 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundargerðin samþykkt samhljóða.