Hoppa yfir valmynd

Aron Ingi Guðmundsson - hugmynd af menningartengdri starfsemi.

Málsnúmer 1710003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2017 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia fulltrúar frá Húsið-Merkissteinn, og Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar um möglulega nýtingu verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.
Bæjarráð tekur vel í erindið og fagnar framtakinu. Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar og atvinnu- og menningarráðs.




13. nóvember 2017 – Hafnarstjórn

Mætt til viðræðna við hafnarstjórn Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia fulltrúar frá Húsið-Merkissteinn um mögululega nýtingu hluta verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.

Bæjarráð fékk kynningu á verkefninu þann 10.10.2017 og tók vel í erindið, fagnaði framtakinu og vísaði málinu áfram til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir erindið með þeim formerkjum að notkunin gangi upp með annarri starfsemi sem fyrir er í húsinu.




1. desember 2017 – Atvinnu og menningarráð

Aron Ingi Guðmundsson kynnti hugmyndir sínar og Julie Gasiglia um nýtingu verbúðarhússins við Patreksfjarðarhöfn fyrir menningarverkefni.
Atvinnu- og menningarráð lýsir ánægju sinni með hugmyndirnar og fagnar aukinni menningu á svæðinu.