Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun - ofanflóðavarnir á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.

Málsnúmer 1710020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 7. september sl. frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn að tillögu að matsáætlun ofanflóðaframkvæmda á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.




16. október 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Óskað er umagnar um ofanflóðavarnir á Patreksfirði-Urðargata, Hólar og Mýrar. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir ofanflóðavarnir-Urðargata, Hólar og Mýrar

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. september 2017 er óskað umsagnar Vesturbyggðar um tillögu að matsáætlun um ofanflóðavarnir á Patreksfirði í samræmi við 8. gr. laga 660/2015 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Tilgangur framkvæmdar er fyrst og fremst að bæta öryggi íbúa Patreksfjarðar í Vesturbyggð gagnvart ofanflóðum en samkvæmt hættumati Veðurstofu Íslands (2003) kemur fram að stór hluti byggðarinnar er inn á hættusvæði vegna snjóflóða m.a. svæðin Vatnseyri, Klif og Geirseyri. Vesturbyggð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 15 gr. í reglugerð 660/2015. Vesturbyggð telur að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum enda um umfangsmiklar framkvæmdir að ræða sem munu hafa miklar ásýndarbreytingar í för með sér. Vesturbyggð vísar einnig til fulltingis í fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matskyldu um sambærileg mál.
Vesturbyggð vill benda á að kanna mikilvægi jarðsigs á nærliggjandi hús með tilkomu varnargarða en hvergi er þess getið t.a.m. í kafla 7.2 í tillögu að matsáætlun. Þessi umfjöllun á t.d. heima undir umhverfisþættinum öryggi.