Hoppa yfir valmynd

Umferðaröryggi Bíldudal.

Málsnúmer 1710023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. október 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar greinagerð VSÓ varðandi umferðaröryggi og aðgerðir til lækkunar umferðarhraða á Bíldudal.
20. ágúst 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skýrsla VSÓ ráðgjafar dags. september 2017 um umferðaröryggi á Bíldudal og aðgerðir til hraðalækkunar. Í skýrslunni er farið yfir forsendur, greiningu á núverandi ástandi, almennt um aðgerðir og tillögur til hraðalækkandi aðgerða. Einnig er stutt samantekt um gerð hugsanlegs strandvegs framhjá þéttbýlinu við strandlínuna.

Í tillögum skýrslunnar er eftirfarandi lagt til:

1. Sett verði upp svokallað þéttbýlishlið við suðurenda Dalbrautar, með miðeyju.
2. Hámarkshraði lækkaður í 30km/klst frá Dalbraut 8 framhjá leikvelli við leikskóla. Norðan við leikskóla verði hámarkshraði 40 km/klst, sem og sunnan við Dalbraut 8 en á þeim kafla verði einnig fleiri hraðatakmarkandi aðgerðir.
3. Hraðavaraskilti verði fært u.þ.b. 250m innan í þéttbýlið.
4. Upplýsingaskilti við gangbrautir.
5. 30km skilti og 30km yfirborðsmerking við upphaf 30 svæðis.
6. Tvær miðeyjur verði settar upp á Dalbraut, neðan Dalbrautar 30 og 46.

Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í hugmyndirnar en leggur til að tillagan verði auglýst og óskað eftir athugasemdum við tillöguna. Athugasemdafrestur skal vera til 1.nóvember.
12. nóvember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu umferðaröryggisáætlun fyrir hluta Bíldudals. Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir innsendar ábendingar en alls bárust fjórar ábendingar við skýrsluna, megináherslur ábendinga voru:

- Að ekki væru gerðar tillögur til hraðalækkunar á Hafnarbraut.
- Að verið væri að hækka leyfðan hámarkshraða á hluta svæðisins.
- Ábendingar voru við að ekki ættu að vera upphækkaðar hraðahindranir.
- Ábendingar voru um að setja ætti upp miðeyjur.
- Að ekki væri tekið tillit til hjólandi vegfarenda.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að leyfðum hámarkshraða verði haldið óbreyttum, að sett verði upp þéttbýlishlið sem og miðeyjur skv. tillögu VSÓ. Einnig er lagt til að staðsetningu hraðavaraskiltis verði haldið óbreyttri og að öðru leyti verði fylgt tillögum skýrslunnar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tillögurnar verði kostnaðarmetnar og afgreiddar með fjárhagsáætlun 2019. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að gera tillögu að bættu umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Hafnarbraut, Bíldudal.