Hoppa yfir valmynd

Matvælastofnun - Fjarðarlax og Arctic Sea Farm, rekstrarleyfií Patreksfirði og Tálknafirði.

Málsnúmer 1710030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2017 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 23. október sl. frá MAST með beiðni um umsögn um aukið rekstrarleyfi vegna eldis fyrir allt að 17.500 tonnum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir kynningu á áformunum fyrir fyrirtækjunum.




9. nóvember 2017 – Bæjarráð

Fulltrúar Tálknafjarðarhrepps sátu fundinn einnig ásamt fulltrúum Arnarlax/Fjarðalax og Artic Fish sem kynntu áform fyrirtækjanna í Patreksfirði og Tálknafirði.
Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu Matvælastofnunar til Fjarðalax og Artic Sea Farm enda er það í samræmi við burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar. Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við að fjarlægðramörk milli kvía fyrirtækjanna verði skemmri en 5 km eins og kveðjur í 4. Gr. reglugerðar 1170/2015 um fiskeldi enda ætli fyrirtækin að samræma útsetningu seiða og hvíld fjarðanna.

Varðandi umsögn um 7. Gr. laga nr. 71/2008 um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði eða erfðafræðiáhrifa bendir Vesturbyggð á að sveitarfélög eru ekki þess umkomin að veita slíka umsögn og mun því ekki veita umsögn um þennan lið.