Hoppa yfir valmynd

Náttúrustofa Vestfjarða - framlög á fjárlögum 2018 og skerðing á þjónustu.

Málsnúmer 1710031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað forstöðumanns og stjórnarformanns Náttúrustofu Vestfjarða dags. 26. október sl. um fyrirhugaða skerðingu framlaga úr ríkissjóði til náttúrustofunnar.
Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til Náttúrustofu Vestfjarða, en í fjárlagafrumvarpi sem var lagt fram í haust áður en Alþingi var slitið er lagt til að skera niður fjárframlög til stofunnar um 10,1 milljón króna.
Þessi fyrirhugaða skerðing er algjörlega á skjön við þá stefnu sem boðuð var í Vestfjarðaskýrslunni sem og með fyrirhugaðri stofnun Vestfjarðastofu að byggja upp rannsóknaraðstöðu og fjölga háskólamenntuðum starfsmönnum á landsbyggðinni.
Þessi fyrirhugaði niðurskurður kemur sérstaklega hart niður á sunnanverðum Vestfjörðum og mun hafa áhrif á uppbyggingu stuðningsgreina við vaxandi fiskeldi í sjókvíum í landshlutanum.
Bæjarráð Vesturbyggð skorar á þingmenn kjördæmisins að hrinda þessari aðför að störfum háskólamenntaðra starfsmanna á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.