Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 820

Málsnúmer 1711006F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. nóvember 2017 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 10. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ, GBS, HT og bæjarstjóri.
Halldór Traustason lét bóka að hann hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 5. tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls.
1.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017, reglur um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um menningarstyrki Vesturbyggðar til greiðslu á álögðum fasteignagjöldum.
2.tölul. Ráðning forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir samhljóða ráðningu Siggeirs Guðnasonar í stöðu forstöðumanns þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði og að núverandi forstöðumaður verði starfsmaður veitna (vatnsveitu og fráveitu) Vesturbyggðar.
8.tölul. Breiðafjarðarferjan Baldur - áætlun.
Nú liggur fyrir að þjónusta Breiðafjarðarferjunnar Baldurs leggst niður um margra vikna skeið vegna alvarlegrar bilunar í vélbúnaði skipsins. Baldur er á vetrum lífæð samgangna fyrir sunnanverða Vestfirði en umferð flutningabifreiða inn og útaf svæðinu er vikulega rúmlega 100 bílar auk annarra umferðar. Þessi alvarlega röskun á samgöngum í landshlutanum veldur tjóni og óþægindum fyrir fyrirtæki og íbúa og því þarf að auka verulega vetrarþjónustu á vegakerfi sunnanverðra Vestfjarða.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að önnur nýrri og betri ferja verði keypt til að leysa Baldur af hólmi, ferja sem svarar kröfum nútímans.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.