Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Deiliskipulag hafnarsvæðis Patreksfirði. Ósk um breytingu.

Málsnúmer 1711008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá teiknistofu GINGA f.h. Jóns Árnasonar. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Breytingin fellst í því að á lóð þar sem áður voru tveir byggingareitir verður einn reitur og mænisstefna snýr þvert á það sem áður var. Jafnframt er gata sem gert var ráð fyrir lögð niður og í stað hennar verður aðkoma að athafnasvæði norðaustan húss annarsvegar frá Aðalstræti og hinsvegar frá Eyrargötu eins og áður var.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á byggingarreit og lokun vegar að hluta og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.




13. nóvember 2017 – Hafnarstjórn

Mættir til viðræðna við hafnarstjórn Gunnlaugur B. Jónsson og Jón Árnason vegna umsóknar um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Erindið var tekið fyrir á 41.fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var þann 10.11.2017 og eftirfarandi bókað:

Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar. Breytingin fellst í því að á lóð þar sem áður voru tveir byggingareitir verður einn reitur og mænisstefna snýr þvert á það sem áður var. Jafnframt er gata sem gert var ráð fyrir lögð niður og í stað hennar verður aðkoma að athafnasvæði norðaustan húss annarsvegar frá Aðalstræti og hinsvegar frá Eyrargötu eins og áður var.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á byggingarreit og lokun vegar að hluta og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs varðandi breytingu á byggingarreit sem og lokun vegar ásamt tilheyrandi athafnasvæði umhverfis byggingarreitinn og samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði frá 2013.

Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er 4 vikur, þ.e. til og með 15.desember 2017. Litið verður svo á að þeir sem ekki gera athugasemdir séu samþykkir fyrirhugaðri framkvæmd.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vesturbyggðar á opnunartíma skrifstofunnar. Fyrirspurnir má einnig senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is.




24. janúar 2018 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar um deiliskipulag hafnarsvæðis á Patreksfirði.
Til máls tók: Forseti.
„Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði frá 2013 vegna lóða á Vatneyri, skipulagsuppdrátt og greinargerð dags. 14. nóvember 2017. Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 30. nóvember til 29. desember 2017 og bárust engar athugasemdir. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun