Hoppa yfir valmynd

Lionsklúbbur Patreksfjarðar - samstarfssamningur um Skjaldborgarbíó.

Málsnúmer 1711019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. nóvember 2017 – Bæjarráð

Lagt fram drög að gjafabréfi fyrir kvikmyndasýningarkerfi Skjaldborgarbíós ásamt drögum að samstarfssamningi Lionsklúbbs Patreksfjarðar og Vesturbyggðar.
Bæjarráð Vesturbyggð þakkar Lionsklúbbi Patreksfjarðar fyrir höfðinglega gjöf á kvikmyndasýningarkerfi Skjaldborgarbíós og felur bæjarstjóra að ganga frá samstarfssamningi aðila. Halldór Traustason lét bóka að hann hafi vikið af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls þar sem hann gegnir formennsku bíónefndar Lionsklúbbs Patreksfjarðar.




22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við bæjarráðs, fulltrúar bíónefndar Lionsklúbbsins, Davíð Rúnar Gunnarsson, Páll Vilhjálmsson og Halldór Traustason. Farið var yfir samstarf Vesturbyggðar og Lions klúbbsins við rekstur bíósins og samstarfssamningurinn kynntur.
Farið var yfir framkvæmdir í bíóinu bæði yfirstandandi framkvæmdir og eins framkvæmdir sem fara þarf í á næstu árum. Lagður fram listi yfir framkvæmdir.
Bæjarráð þakkar Lions mönnum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.