Hoppa yfir valmynd

Breiðafjarðarferjan Baldur - áætlun.

Málsnúmer 1711026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. nóvember 2017 – Bæjarráð

Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip, rekstraraðila Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, er ljóst að vegna alvarlegar bilunar í vélbúnaði skipsins má þess vænta að rekstrarstöðvun ferjunnar verði ekki undir fjórum vikum. Útlit er fyrir að ekki verði leigð önnur ferja til að leysa Baldur af á meðan skipið er úr þjónustu.

Bæjarráð bendir á að á vetrum er Breiðafjarðarferjan Baldur lífæð samgangna fyrir sunnanverða Vestfirði. Bent er einnig á að umferð flutningabifreiða inn og útaf svæðinu er vikulega rúmlega 100 bílar auk annarra umferðar. Ljóst er, svo að ekki verði alvarleg röskun á samgöngum í landshlutanum með tilheyrandi tjóni og óþægindum fyrir fyrirtæki og íbúa, að auka verður verulega vetrarþjónustu á vegakerfi landshlutans.

Bæjarráð krefst þess að nú þegar verði snjómokstur og hálkuvörn á vegakerfi landshlutans aukin verulega og að séð verður til þess að vetrarþjónustan miðist við að vegir verði opnir til a.m.k. 24:00 dag hvern á meðan að rekstrarstöðvun Breiðafjarðarferjunnar varir.