Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 44

Málsnúmer 1712007F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. febrúar 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 5. töluliðum.
Til máls tók: Bæjarstjóri.
4.tölul. Aðalskipulag ? Vesturbyggð, vinnsla á skipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulags- og matslýsingu, dagsett 13. febrúar 2018 til auglýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn vísar ósk skipulags- og umhverfisráðs um stofnun skipulagshópa íbúa vegna vinnu við aðalskipulag til bæjarráðs.

5.tölul. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis á Bíldudal, dagsett 13. febrúar 2018, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum: Skipulagssvæðið verði minnkað, gerð verði grein fyrir fráflæði, bílastæðum, frágangi og mótsvægisaðgerðum umhverfis á skipulagssvæðinu.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.