Hoppa yfir valmynd

Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2018.

Málsnúmer 1801001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. janúar 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 3. janúar 2018 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2018 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 189 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.
4. desember 2018 – Bæjarráð

Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttur starfandi skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210177-4699 er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf., sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast áður heimiluðum lántökum.
Jafnframt fellur áður útgefið umboð Ásthildar Sturludóttur kt. 100674-3199 og Þóris Sveinssonar kt. 210253-2899 niður.
Samþykkt samhljóða.