Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð - 19

Málsnúmer 1801004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. febrúar 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GBS, HT, NÁJ, HS og ÁS.
1.tölul. Þjónusta á Vestfjarðavegi 60.
Bæjarstjórn bendir á nauðsyn þess að auka á ný vetrarþjónustuna á Vestfjarðavegi 60 þar sem ferjan Baldur rúmar ekki þann fjölda flutningabifreiða sem þurfa að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nauðsynlegt er því að halda áfram að þjónusta vegina að lágmarki til kl. 20:00 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.
2.tölul. Þjóðskógar á Íslandi.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
3.tölul. Staðir/Places, Eva Ísleifsdóttir ? beiðni um styrk.
Bæjarstjórn samþykkir 200.000 kr. styrk til verkefnisins Staðir/Places sem bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.