Hoppa yfir valmynd

Jón Þórðarsson - Ósk um hafnalegur fyrir ferðaþjónustubá og stöðuleyfi fyrir þjónustuhús

Málsnúmer 1801025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2018 – Hafnarstjórn

Erindi frá Jóni Þórðarssyni. Í erindinu er óskað eftir viðleguplássi sem og svæði undir þjónustuhús við Bíldudalshöfn fyrir ferðaþjónustu.

Unnið er að heildarendurskipulagningu á hafnarsvæði Bíldudals í samráði við verkfræðistofuna Eflu, hafnarstjórn vísar málinu í þá vinnu.




9. maí 2018 – Hafnarstjórn

Erindi frá Jóni Þórðarssyni, Bíldudal. Í erindinu er óskað eftir heimild til að setja niður flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn við Bíldudalshöfn og stöðuleyfi fyrir 12m2 þjónustuhúsi. Erindinu fylgir teikning sem sýnir gróflega staðsetningu og útfærslu flotbryggjunnar.

Hafnarstjórn samþykkir erindið með þeim fyrirvara að framkvæmdin verði afturkræf ef til nýtingar kemur af hálfu sveitarfélagsins á svæðinu, framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjenda og í samráði við hafnaryfirvöld. Bryggjan skal vera tryggð.