Hoppa yfir valmynd

Samband íslenskra sveitarfélaga - Skyldur sveitafélagsins vegna skipulagðar akstursþjónustu - álit

Málsnúmer 1801038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. maí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 20. apríl sl. frá Málflutningsstofu Reykjavíkur f.h. umbjóðenda sinna með kröfu um greiðslu fyrir akstur með Sigríði Guðbjartsdóttur frá Láganúpi á árunum 2012-2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska umsagnar hjá lögmönnum Sambands ísl. sveitarfélaga um erindið.




18. júní 2018 – Bæjarráð

Lögð fram ódags. sáttartillaga unnin af Lex lögmönnum í samráði við Vesturbyggð í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur frá Láganúpi vegna aksturþjónustu á árunum 2012-2017.
Bæjarstjóra falið að vinna að áframhaldandi sátt í málinu í samvinnu við Samband Íslenskra sveitarfélaga og Lex lögmenn.




9. júlí 2018 – Bæjarráð

Lögð fram sátt dags. 03.07.2018 í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur frá Láganúpi vegna aksturþjónustu á árunum 2012-2017. Starfandi bæjarstjóra falið að ganga frá málinu fyrir hönd Vesturbyggðar. Bæjarráð samþykkir 4,5 milljón króna kostnað við sáttina og vísar fjármögnun til viðauka í fjárhagsáætlun.