Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 829

Málsnúmer 1802004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 14. töluliðum.
Til máls tók: ÁS.
4.tölul. Samgöngumál.
Rætt um vegaframkvæmdir á Vestfjörðum í kjölfarið á ástandi vega í Gufudalssveit sl. vikna.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega seinagangi á framkvæmdum við vegagerð á Vestfjörðum sl. áratugi. Staðan á vegagerð í Gufudalssveit er með öllu fordæmalaus. Saga vegalagningar á þessu svæði er löng. Árið 2006 hafnaði Skipulagsstofnun með úrskurði að vegur yrði lagður um Teigsskóg. Sá úrskurður var kærður til umhverfisráðherra sem sneri við úrskurðinum með vísan í aukið umferðaröryggi. Úrskurður ráðherra var kærður til dómstóla. Héraðsdómur ógilti úrskurðinn, og í október 2009 ógilti Hæstiréttur úrskurð ráðherra á þeim forsendum (alls ólíkum forsendum Héraðsdóms) að ekki mætti taka tillit til umferðaröryggis við mat á umhverfisáhrifum. Síðastliðin 12 ár hafa því verið ein samfelld sorgarsaga í vegagerð í Gufudalssveit og stjórnvöld sýnt fullkomið úrræða- og bjargaleysi í þessum málum.
Og nú eru líkur á að vegagerð um Dynjandisheiði verði sama sorgarsagan. Engin fjármögnun liggur fyrir á vegagerðinni og stefnir í að vegurinn um Dýrafjarðargöng verði dýrasti botnlangi sögunnar.

Það er ljóst að Vestfirðingar hafa verið sviknir um vegagerð ítrekað. Einstakir sumarbústaðaeigendur hafa því miður stýrt för og hafa árstíðabundnir hagsmunir þeirra verið látnir ganga framar hagsmunum fólks sem býr á svæðinu.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur Alþingismenn til dáða og til að sýna vilja í verki með aðgerðum og lúkningu vegagerðar á Vestfjörðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.