Hoppa yfir valmynd

Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar.

Málsnúmer 1802012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. febrúar 2018 – Bæjarráð

Rætt um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar um helgar á vetrum.
Bæjarráð boðar forstöðumann Bröttuhlíðar á fund ráðsins til viðræðna um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar.




6. mars 2018 – Bæjarráð

Rætt um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar um helgar á vetrum. Geir Gestsson forstm. Bröttuhlíðar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma íþróttamiðstöðva í Vesturbyggð á sunnudögum frá kl. 10:00 til 15:00. Aukinn opnunartími verði til reynslu til sumaropnunar 15. maí nk. og verður endurmetinn að loknu reynslutímabili.
Kostnaði er vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2018.




22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.




11. september 2018 – Bæjarráð

Rætt um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar. Geir Gestsson forstm. Bröttuhlíðar sat fundinn undir þessum lið dagskrár. Í mars sl. var ákveðið að auka opnunartíma til reynslu til sumaropnunar þannig að opið yrði á sunnudögum frá klukkan 10:00 til 15:00. Reyndist nýtingin vera góð og er það því ákvörðun bæjarráðs að íþróttamiðstöðin verði áfram opin á sunnudögum eftir að sumaropnun lýkur. Opnunartími Byltu á Bíldudal á helgum verður sá sami og opnunartími Bröttuhlíðar.