Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulag - Vesturbyggð - Vinnsla á skipulagi.

Málsnúmer 1802023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar samkv. 35.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags-og matslýsing, dagsett 13. febrúar 2018.

Skipulags-og matslýsing er lýsing á hvernig uppfært aðalskipulag verður og sett fram í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulags og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að stofnaðir verði skipulagshópar íbúa vegna vinnu við Aðalskipulag. Hóparnir fá það hlutverk að koma með hugmyndir og vera til samráðs í vinnu við Aðalskipulag.

Reynt verði að fá íbúa í sem flestum atvinnugreinum og einnig almenna íbúa sem áhuga hafa áskipulagsmálim

Gera skal grein fyrir þessu í lýsingu og uppfæra tímaáætlun í lok lýsingar.




8. maí 2018 – Bæjarráð

Bæjarráð beinir þeim tilmælum að við gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins 2018-2030 að tekið verði tillit til samgangna milli byggðakjarna með gerð jarðganga undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.




22. október 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Formaður hafna- og atvinnumálaráðs kynnti vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 og hvatti nefndarmenn til að senda inn tillögur.