Hoppa yfir valmynd

Lagning ljósleiðara á Barðaströnd - Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1803007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. mars 2018 – Bæjarráð

Lagt fram kostnaðaryfirlit við að leggja ljósleiðara á Barðaströnd. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir að bjóða styrkhæfum stöðum skv. skilgreiningu Fjarskiptasjóðs að greiða 250.000 kr. tengigjald, en eigendum sumarhúsa og öðrum eigendum fasteigna, sem ekki falla undir skilgreiningu Fjarskiptasjóðs um styrkhæfa staði, að tengjast ljósleiðarakerfinu og greiða 250.000 kr. tengigjald auk raunkostnaðar á hvern metra heimtaugar.
Bæjarráð felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar að vinna áfram að verkefninu.




9. janúar 2019 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu framkvæmda við lagningu ljósleiðar á Barðaströnd. Bæjarráð harmar þær tafir sem hafa orðið á verkinu og leggur mikla áherslu á að hafist verði handa um leið og færi gefst.