Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 46

Málsnúmer 1803010F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. apríl 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
NÁJ lét bóka að hún hafi ekki tekið þátt í afgreiðslu 3.tölul. dagskrár vegna tengsla við aðila máls.
Til máls tóku: MJ, GÆÁ og GBS.
4.tölul. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal. Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um lagfæringar til samræmis við athugasemdir. Skiplagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.tölul. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða, Urðir, Mýrar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til forkynningar í samræmi við 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og standi forkynningin a.m.k. í eina viku sem verði með áberandi hætti ásamt því að kynna umsagnaraðilum tillöguna.
9.tölul. Flókalundur - deiliskipulag. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið fyrir Flókalund ásamt umhverfiskýrslu. Tillagan verði auglýst samkv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfiskýrslan auglýst samkv. 7.gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillagan og umhverfisskýrslan verði sendar til umsagnaraðila.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.