Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi - gistihús.

Málsnúmer 1803032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni og Nönnu Á. Jónsdóttur, Efri-Rauðsdal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 117,2 m2 gistihúsi fyrir allt að 11 gesti. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofunni RÚM, dags. 13.03.2018.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins. Umsækjenda er veittur frestur fram að næsta fundi ráðsins sem áætlaður er 9.apríl til að skila inn ábyrgðaryfirlýsingum byggingarstjóra og meistara.




26. apríl 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni og Nönnu Á. Jónsdóttur, Efri-Rauðsdal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 117,2 m2 gistihúsi fyrir allt að 11 gesti. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofunni RÚM, dags. 13.03.2018. Erindi tekið fyrir öðru sinni, óskað var eftir ábyrgðaryfirlýsingum byggingarstjóra og meistara.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.