Hoppa yfir valmynd

Vesturbyggð - lagning ljósleiðara á Barðaströnd.

Málsnúmer 1803046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gerði Sveinsdóttur og Davíði R. Gunnarssyni f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara á Barðaströnd. Fyrirhugað er að tengja heimtaugar að öllum bæjum á Barðaströnd sem og frá Þverá að Flókalundi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.




20. mars 2018 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. 9. mars sl. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar og Davíðs R. Gunnarssonar, starfsmann Vesturbyggðar um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd og tillögu um verðskrá fyrir íbúa með fasta búsetu og fyrirtæki með heilsársstarfsemi, 250.000 kr. heimtaugargjald en sumarbústaðir og aðrir, sem ekki fá styrki frá Fjarskiptasjóði, 350.000 kr. heimtaugagjald þó með þeim fyrirvara að heimtaugin sé ekki lengri en fjórir kílómetrar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.