Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun - beiðni um umsögn, staðsetning eldissvæða Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði.

Málsnúmer 1803049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 23. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á staðsetningu eldissvæða Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði .
Vegna nálægðar við íbúabyggð óskar bæjarráð eftir að hugað verði að hávaðamengun frá vinnusvæðinu utan dagvinnustunda.
Bæjarráð minnir á mikilvægi þess að eftirlitsstofnanir verði með starfsstöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum.