Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

Málsnúmer 1804001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. apríl 2018 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga að breytingu gjaldskrár Þjónustumiðstöðva á útleigu áhalda og gjaldskrár gistingar fyrir hópa í skólahúsnæðinu að Birkimel, Krossholti. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum lið dagskrár.
Rætt um framkvæmdir komandi sumars.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu gjaldskrár Þjónustumiðstöðva á útleigu áhalda og gjaldskrá gistingar fyrir hópa í skólahúsnæðinu að Birkimel, Krossholti.




30. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað ódags. frá Gerði B. Sveinsdóttur, verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar, um tjaldsvæðið á Patreksfirði, „Rekstrartillaga, umsjón tjaldsvæðisins“. Gerður B. Sveinsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að gera tímabundinn samning við verktaka til eins árs og felur Gerði B. Sveinsdóttur að gera drög að samningi.
Rætt um grenjavinnslu sumarið 2018 í Vesturbyggð.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa grenjavinnslu í Vesturbyggð vegna sumarsins 2018.
Lögð fram stefna Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga í fiskeldi ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóri upplýsti að undirbúningur er hafinn við hönnun og framkvæmd við vaðlaug við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal.




8. maí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað „Blue Line Project“ samstarfsverkefni Vesturbyggðar, Arnarlax, Fjölbrautarskóla Snæfellinga og Hilling Management, ódags. um námsbraut í fiskeldi við Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og óskar eftir fundi með Ann Cecilie Hilling, verkefnastjóra verkefnisins.
Lögð fram tillaga að launatöxtum fyrir Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu að launatöxtum fyrir Vinnuskóla Vesturbyggðar sumarið 2018.
Lagt fram drög að leigusamningi um tjaldsvæðið á Patreksfirði. Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar og Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri sátu fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð samþykkir drög að leigusamningi um tjaldsvæðið á Patreksfirði og felur verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar að afgreiða málið.




15. maí 2018 – Bæjarráð

Rætt um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sumarsins m.a. sparkvöll við Patreksskóla, viðhald gatna og gangstétta, hafnarframkvæmdir og kaup á nýrri slökkvibifreið. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar og Davíð R. Gunnarsson, slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að panta nýja slökkvibifreið samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og fyrirliggjandi tilboði frá Feuerwehrtechnik Berlin.
Lögð fram kostnaðaráætlun við þjónustuhús við „Kamb“ íbúðir aldraða, Aðalstræti 4, Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.




7. júní 2018 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið.
Lagður fram verksamningur að upphæð 2,9 millj.kr. við Verkís hf um hönnun og ráðgjöf nýs sparkvallar við Patreksskóla ásamt kostnaðaráætlun um uppbyggingu vallarins. Bæjarráð samþykkir verksamning við Verkís hf um hönnun og ráðgjöf vegna nýs sparkvallar við Patreksskóla og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar hljóðar uppá 34,2 millj.kr. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 30 millj.kr. og er því kostnaðaraukning við verkefnið 4,2 millj.kr. Bæjarráð samþykkir viðauka upp á 4,2 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun til þess að ljúka við framkvæmdir við nýjar skrifstofur Vesturbyggðar að upphæð 8,0 millj.kr.
Lagður fram verksamningur að fjárhæð 12,4 millj.kr. við Verkís hf. um hönnun og ráðgjöf vegna nýrrar þjónustuálmu við Aðalstræti 4, íbúðir aldraða Patreksfirði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita. Heildarkostnaður hönnunar er nú 13 millj.kr. og er það kostnaður vegna vinnu Verkís og Arkís. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 13 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að færa til fjármagn innan fjárhagsáætlunar til þess að mæta þessum auknu útgjöldum. Bæjarráð samþykkir viðauka að upphæð við 25,2 millj.kr. og frestar eftirfarandi málum til fjármögnunar: kr. 1.000.000 hurð í aðalinngangi félagsheimilis Patreksfjarðar, styrk vegna útgáfu bókar á myndum frá Vesturbyggð að upphæð kr. 1.500.000, kr. 2.300.000 vegna endurnýjunar salernis á neðri hæð Baldurshaga, kr. 1.000.000 vegna staðsetningar tjaldstæðis á Bíldudal vegna aðalskipulagsvinnu, lækkun á fjármagni til viðgerða á Vatneyrarbúð kr. 6.500.000. Hönnunarkostnaður vegna þjónustuhúss aldraðra verður greiddur af Vestur Botni ehf. og er það í samræmi við samþykktir félagsins. Auk þess liggur fyrir tölvupóstur frá 27. apríl 2018 frá lánastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem fram kemur lánsloforð að fjárhæð krónur 110 millj.kr. fyrir framkvæmdinni við Aðalstræti 4.




9. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins, janúar-maí.
Lagt fram til kynningar.

Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á þegar tilbúnum lóðum vegna atvinnuhúsnæðis. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 75% afsláttur vegna bygginga á þegar tilbúnum íbúðarhúsalóðum, afslátturinn gildir fyrir íbúðarhúsnæði og byggingaleyfisskyldar viðbyggingar í Vesturbyggð. Afsláttarfyrirkomulagið gildir frá upphafi núverandi kjörtímabils til 31.05.2020.
Samþykkt samhljóða.

Viðaukar sem samþykktir voru á 836. fundi bæjarráðs þann 07.06.2018 og vísað var aftur í bæjarráð á 324. fundi bæjarstjórnar þann 20.06.2018 eru teknir sérstaklega fyrir á þessum fundi undir málsnúmerum 1802001 - Þjónustumiðstöð Kambi, 1807023 - Boltagerði, Patreksskóli og 1807024 - Aðalstræti 75 framkvæmdir.




31. júlí 2018 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson sat fundinn undir þessum lið. Rætt um gangstéttir á Aðalstræti og lagningu dekkjamotta á Brjánslækjarhöfn. Elfari falið að vinna áfram að málunum.




22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins.




11. september 2018 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að óska eftir stjórnsýsluskoðun og 6 mánaða uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaði við vinnslu uppgjörsins vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.




9. október 2018 – Bæjarráð

Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu átta mánuði ársins.