Hoppa yfir valmynd

Ársreikningur 2017.

Málsnúmer 1804003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagt fram drög að ársreikningi bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem verður mánudaginn 23. apríl nk.




23. apríl 2018 – Bæjarstjórn

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt endurskoðunarskýrslu. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi KPMG sat fundinn í fjarfundi á Skype og kynnti endurskoðunarskýrslu ársreiknings 2017.
Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, ÁS, HS, MJ og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn lagði fram bókun: „Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2017 er betri en fjárhagsáætlun ársins 2017 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar A og B-hluti, 35,7 millj.kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri framlögum úr Jöfnunarsjóði, auknum þjónustutekjum og lægri fjármagnskostnaði. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, sem skýrist af einskiptis 40 millj.kr. greiðslu til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Skuldahlutfall í árslok 2017 var 113% og lækkar á milli ára en í árslok 2016 var það 119%. Í árslok 2015 var skuldahlutfallið 115% og 110% í árslok 2014.“

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

?Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 35,7 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 113% í árslok 2017. Þetta hlutfall var 119% í árslok 2016.
?Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 123 millj.kr. hærri í árslok 2017 en í árslok 2016.
?Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2017 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.494 millj. kr. samanborið við 1.314 millj. kr. á árinu 2016. Aukning tekna milli ára nemur því 180 millj. kr.
?Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2017 1.400 millj. kr. en voru 1.159 millj. kr. á árinu 2016. Hækkun frá fyrra ári 241 millj. kr.
?Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 15 millj.kr. á árinu 2017 en var jákvæð um 34 millj. kr. á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A-hluta hefði verið jákvæð um 25 millj.kr. hefði ekki komið til einskiptis greiðsla til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
?Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana er jákvæð og í heild sinni var hún jákvæð um 51 millj. kr.
?Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2017 námu 58 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 55 millj. kr. árið 2016.
?Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 122 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við 169 millj. kr. á árinu 2016. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 146 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við handbært fé frá rekstri 164 millj. kr. á árinu 2016.
?Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (fjárfestingar umfram söluverð seldra eigna) á árinu 2017 í A og B-hluta námu 254 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2016.
?Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 81 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 116 millj. kr. árið áður.
?Handbært fé lækkaði um 28 millj. kr. á milli ára og nam það 52 millj. kr. í árslok 2017.“
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2017 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður mánudaginn 30. apríl nk.




30. apríl 2018 – Bæjarstjórn

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt sundurliðunarbók.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn lagði fram bókun: „Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2017 er betri en fjárhagsáætlun ársins 2017 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar A og B-hluti, 35,7 millj.kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri framlögum úr Jöfnunarsjóði, auknum þjónustutekjum og lægri fjármagnskostnaði. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, sem skýrist af einskiptis 40 millj.kr. greiðslu til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Skuldahlutfall í árslok 2017 var 113% og lækkar á milli ára en í árslok 2016 var það 119%. Í árslok 2015 var skuldahlutfallið 115% og 110% í árslok 2014.“

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

-Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 35,7 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 113% í árslok 2017. Þetta hlutfall var 119% í árslok 2016.
-Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 123 millj.kr. hærri í árslok 2017 en í árslok 2016.
-Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2017 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.494 millj. kr. samanborið við 1.314 millj. kr. á árinu 2016. Aukning tekna milli ára nemur því 180 millj. kr.
-Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2017 1.400 millj. kr. en voru 1.159 millj. kr. á árinu 2016. Hækkun frá fyrra ári 241 millj. kr.
-Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 15 millj.kr. á árinu 2017 en var jákvæð um 34 millj. kr. á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A-hluta hefði verið jákvæð um 25 millj.kr. hefði ekki komið til einskiptis greiðsla til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
-Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana er jákvæð og í heild sinni var hún jákvæð um 51 millj. kr.
-Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2017 námu 58 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 55 millj. kr. árið 2016.
-Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 122 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við 169 millj. kr. á árinu 2016. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 146 millj. kr. á árinu 2017 samanborið við handbært fé frá rekstri 164 millj. kr. á árinu 2016.
-Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (fjárfestingar umfram söluverð seldra eigna) á árinu 2017 í A og B-hluta námu 254 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2016.
-Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 81 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 116 millj. kr. árið áður.
-Handbært fé lækkaði um 28 millj. kr. á milli ára og nam það 52 millj. kr. í árslok 2017.“
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017.




30. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2017 til seinni umræðu í bæjarstjórn sem verður mánudaginn 30. apríl.