Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarleyfi. Útlitsbreyting.

Málsnúmer 1804020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. apríl 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á ytra byrði hússins á norður- og suðausturhlið. Breytingin felur m.a. í sér lokun og stækkun glugga. Erindinu fylgja teikningar, ljósmyndir og deili.

Minjastofnun skilaði umsögn um framkvæmdina, dagsett 25.apríl 2018, þar sem framkvæmdin er samþykkt að hluta.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið m.t.t. athugasemda Minjastofnunar og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.