Hoppa yfir valmynd

Aron Ingi Guðmundsson - Verbúðin og vínveitingaleyfi

Málsnúmer 1804023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. maí 2018 – Hafnarstjórn

Erindi frá Aroni I. Guðmundssyni og Julie Gasiglia forsvarsmönnum Hússins - Gamla Verbúðin við Eyrargötu, Patreksfirði. Í erindinu er óskað samþykkis Hafnarstjórnar sem fulltrúa eigenda að Gömlu Verbúðinni fyrir því að sótt verði um vínveitingaleyfi fyrir rekstur þann er þau reka í húsinu.

Hafnarstjórn samþykkir að rekstraraðilar Hússins - Gamla Verbúðin við Eyrargötu sæki um vínveitingaleyfi fyrir húsið. Allar úrbætur sem þarf að vinna á húsnæðinu svo leyfi fáist skulu umsækjendur standa kostnað af.
Ennfremur skal umsækjandi vera ábyrgðarmaður leyfisins




18. júní 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 18. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Arons Inga Guðmundssonar fyrir hönd Sköpunarhússins 72 ehf. um að reka veitingastað í flokki II í Húsinu/Creative space, Eyrargötu Patreksfirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka veitingarstað Húsinu/Creative space, Eyrargötu, Patreksfirði, samkvæmt flokki II, fastanr. 212-4162
Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins.
Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.