Hoppa yfir valmynd

Kolofon ehf. - byggðarmerki og skráning.

Málsnúmer 1804038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 26. apríl sl. frá hönnunarstofunni Kolofon ehf um byggðamerki Vesturbyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta skrá byggðamerki Vesturbyggðar hjá Einkaleyfisstofu.
31. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur frá Einkaleyfastofu þar sem umsókn um skráningu byggðamerkis Vesturbyggðar er synjað. Bæjarstjóra er falið að senda inn til einkaleyfisstofu uppfært merki Vesturbyggðar unnið af Herði Lárussyni, sem uppfyllir skilyrði Einkaleyfisstofu.
26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir staðfesting frá Einkaleyfisstofu sem segir að byggðamerki Vesturbyggðar hafi verið skráð í samræmi við reglugerð nr. 112/1999, sbr. 5.gr. laga nr. 45/1998. Merkið var skráð 31.12.2018 og var birt í ELS - tíðindum janúar 2019. Merkið er hannað af Halldóri Eyjólfssyni en Hörður Lárusson breytti svo merkið uppfyllti skilyrði laganna.